Færsluflokkur: Gettu betur
7.1.2008 | 15:36
gettubetur.is
Gettu betur | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook
1.4.2007 | 13:58
Gettu betur 2007
Nú er Gettu betur 2007 lokið. Tölum aðeins um það.
Þetta var sérlega skemmtilegt GB-ár. Davíð Þór var mjög skemmtilegur dómari, margfalt betri en sú er við nefnum ekki á nafn. Spurningarnar voru hefðbundnar og skemmtilegar - skemmtileg tilbreyting frá árinu áður. Í þeim vafaatriðum sem upp komu var Davíð ávallt samkvæmur sjálfum sér og því gef ég honum 9 af 10 í einkunn.
Liðin raðast í þessa röð eftir styrkleika, að mínu mati.
1. MR
2. MK
3. MH
4. Verzló
5. MA
6. Borgó
7. ME
8. MS
Rétt á eftir koma lið eins og Kvennó og FG.
Ég vil nýta tækifærið og þakka fyrir frábært Gettu betur ár!
J.
Gettu betur | Breytt 2.4.2007 kl. 03:16 | Slóð | Facebook
31.3.2007 | 00:54
Sárt
Hrikalega var þetta sárt... ótrúlega sárt. Egill Skallagrímsson og úrslitin hefðu orðið 30-24. Svona er lífið samt...
Til hamingju MR.
J.
MR-ingar höfðu betur í Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gettu betur | Breytt 13.4.2007 kl. 17:13 | Slóð | Facebook
23.3.2007 | 23:06
MK í úrslit
Ég er alveg í skýjunum yfir þessum frábæra sigri minna manna. Strákarnir sýndu mikinn karakter og unnu stórveldi MH-inga öllum að óvörum, og fyllilega verðskuldað.
Ég gat því miður ekki verið viðstaddur keppnina, en ég horfði rígspenntur í sjónvarpinu og gat ekki haldið aftur af tilfinningum mínum þegar úrslitin voru kunn. Þetta var frábært. Til hamingju strákar. MR-ingar mega vara sig.
Einhverjar raddir hafa heyrst um að MK hafi verið gefið aukastig í hraðaspurningum. Ekki ætla ég að taka afstöðu í því máli, en tek fram að ég ber fullt traust til Davíðs Þórs dómara. Ég vil þó benda á að stigagjöf eftir hraðaspurningar í spennuþrunginni keppni sem þessari er nær alltaf vafasöm, og var þessi keppni engin undantekning.
En ég vil óska mínu liði innilega til hamingju, á meðan ég get ekki annað en fundið til með MH-ingum sem áttu sigurinn alveg jafn mikið skilið. Það hlýtur að vera sárt að tapa eftir bráðabana.
J.
MK og MR mætast í úrslitum Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gettu betur | Breytt 24.3.2007 kl. 19:58 | Slóð | Facebook
20.3.2007 | 16:19
GB '07
Ég heilsa á ný. Langt síðan síðast. Hæ.
Síðan síðast hefur margt gerst í heimi GB, fjórar sjónvarpskeppnir, og dráttur í undanúrslit. Það er ekki amalegt. MK vann FG, og það er ég ánægður með. Aðrar keppnir fóru eins og bókað var fyrir fram. MR-ingarnir eru rosalegir.
MR dróst gegn Verzló í undanúrslitum og fer keppnin fram á fimmtudaginn kemur. Tvö hörkulið, en ég held að MR-ingar séu töluvert æfðari en Verzló, og ættu að hafa þá með ca. 5 stiga mun. 33-28?
Ég er ekki þjálfari MK opinberlega lengur vegna anna, en tengist liðinu samt sem áður órjúfanlegum böndum. Þess vegna ætla ég ekkert að vera að spá of mikið fyrir um okkar viðureign við MH-inga. MH-ingar eru sterkir, en það erum við líka.
Fylgist með.
J.
P.S. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að það er ekki mér og mínum dugnaði við netkosningar að þakka að MK skorar svona hátt í könnuninni hér á síðunni.
# Viðbót: Búinn að gera nýja könnun.
Gettu betur | Breytt 24.3.2007 kl. 19:58 | Slóð | Facebook
19.1.2007 | 01:24
GB '07: 2. umferð
Almennt þótti mér þessi síðari útvarpsumferð léttari en sú fyrri. Stigaskorið var líka hærra, en það má samt líka rekja til þess að liðin eru nú vanari dómaranum og hans áherslum, og liðin bara almennt betri, eins og eðlilegt má teljast. Ég ætla nú ekki að rýna í hverja viðureign fyrir sig, þar sem ég einfaldlega nenni því ekki, en ég get sagt að engin úrslit komu mér neitt sérstaklega á óvart. Það var kannski helst að stigamunurinn á MH og Borgó hafi komið mér í opna skjöldu, sem og stigalægðin hjá ME gegn slöku liði Vestmannaeyinga.
Ef ég á að raða liðunum eftir styrkleika setti ég MR í efsta styrkleikaflokk ásamt Verzló og MH, en þetta eru lið sem líkleg eru til að keppa til úrslita. Þá koma nokkur lið sem eru öll á svipuðu róli, en það eru Borgó, MK, MA, MS og FG. Kvennó og ME koma svo stuttu seinna.
Eftirfarandi lið drógust svo saman í Sjónvarpið:
MK - FG
Þetta verður jöfn og spennandi keppni sem ég vona að við MK-ingar vinnum. Ætla ekki að spá neinu - Bara áfram MK!
Verzló - MA
Verður skemmtilegt rímatsj, sem ég held að Verzló ætti að taka án mikillar fyrirhafnar. Þó er aldrei að vita uppá hverju norðanmenn taka - Ætti að vita það best sjálfur.
MR - MS
MS-ingar fengu það öfundsverða hlutskipti að verða fóður MR-inga. Mig langar að spá MS-ingum sigri, en get það því miður ekki. MR tekur þetta fyrirhafnarlaust.
MH - ME
ME-ingar geta staðið sig vel í hraðaspurningum, en lítið meira. MH-ingar eru hins vegar mjög góðir á nær öllum sviðum og ættu því að fara í gegnum þessa keppni nokkuð auðveldlega.
Það verða því MH, MR, Verzló og MK/FG sem mætast í undanúrslitum. Ég segi bara MR-MH í úrslitum, eins og hefð var fyrir undir lok síðustu aldar.
Gettu betur | Breytt 13.4.2007 kl. 17:15 | Slóð | Facebook
13.1.2007 | 02:17
GB '07: Restin af 1. umferð + dráttur
Þriðja kvöldið
Borgó - Húsavík
Ég reyndist sannspár varðandi þessa viðureign, en ég hafði spáð úrslitunum 20-10, Borgó í vil. Svo fór að Borgó vann 21-10, mér til mikillar ánægju. Borgó voru sannfærandi í hraðanum, eina liðið (áður en MH keppti) sem tók eðlilega tölu úr hraðanum, þ.e. 15 stig. Úr restinni hlutu þeir hins vegar 6 stig, sem er ekkert sérstaklega gott, en dugði þeim til stórsigurs. Sem sagt, Borgó með fínt lið sem gæti náð langt.
Vestmannaeyjar - IR
Þessi keppni var mjög létt, en ekki var stigaskorið í takt við það, því keppnin endaði 18-5, Eyjamönnum í vil. Þeir voru greinilega e-ð æfðir, en þrátt fyrir það sé ég þá ekki fara lengra en í 2. umferð. Iðnskólinn var næstum jafn sorglegur og bróðirinn í Hafnarfirðinum; enduðu með 5 stig. Hefði ekki verið gaman að sjá keppni milli Iðnskólanna í ár? Það væri allavega skrautlegt, í besta falli. Greinilegt er að sá metnaður sem var til staðar í Iðnskólanum síðustu tvö ár er fokinn út í veður og vind.
Kvennó - FB
Kvennaskólinn kom mér töluvert á óvart og vann ágætan sigur á FB, 19-9. Síðustu ár virðist metnaðurinn í Kvennó hafa farið dvínandi, en í ár virðist liðið hafa æft sig e-ð að ráði, og uppskáru þarna skv. því. FB voru hins vegar glataðir og vekur það alltaf jafn mikla furðu hjá mér hversu lítill metnaður er lagður í þetta þar á bæ á meðan MorfÍs gengur svona vel.
Fjórða kvöldið
FSu - VA
FSu stóðu sig ágætlega, sem og VA, en bæði liðin greinilega æfð. FSu rétt slapp í sjónvarpið í fyrra þar sem þeir töpuðu stórt fyrir Verzlingum í 8-liða úrslitum. Í ár skilst mér að þeir ætli sér enn lengra, og með mikilli heppni gæti það alveg gerst, en 8-liða úrslit væru meira við hæfi.
Hraðbraut - VMA
VMA hefur ekki staðið sig vel síðustu ár, og bjóst ég vil öruggum sigri Hraðbrautarmanna. Svo varð ekki, því liðið hlaut aðeins 13 stig gegn 9 stigum VMA í auðveldri keppni. Bæði lið virkuðu ágætlega æfð, a.m.k. í hraðaspurningum, en ég sé þó Hraðbraut ekki fara lengra en 2. umferð.
ME - FÁ
ME voru góðir í hraðanum, og stefndi í hátt stigaskor hjá þeim. Það kom mér hins vegar mjög á óvart hversu illa liðið stóð sig í seinni hluta keppninnar, sem FÁ vann 7-5. Úrslitin voru þá 19-17 og ME efnilegt lið sem gæti náð langt með góðri æfingu og heppni. FÁ er einnig efnilegt lið og langbesta tapliðið í 1. umferð. Þeir eru væntanlega mjög svekktir með þessi úrslit, enda yfirleitt hægt að týna til nokkur stig í hraðaspurningum sem hefðu átt að nást.
Fimmta kvöldið
MH - Bændaskólinn
Eins og við var að búast slátraði MH Bændaskólanum í þessari keppni og endaði með 29 stig, sem gerir liðið að því langstigahæsta í 1. umferð. Þessi keppni var í meðallagi miðað við þessa fyrstu umferð, en mikið voru tóndæmin auðveld. Er það hins vegar ekki frekar spes að gefa rangt fyrir Ave Maria? Mér skilst að 'Vel stillta píanóið', sem Davíð Þór gaf upp sem rétt svar, hafi verið nafnið á nótnabókinni sem Ave Maria kom fram í. Þetta hafði samt ekki áhrif á úrslit keppninnar. MH-ingar eru mjög sterkir í ár, og sterkasta liðið í 1. umferð að mínu mati.
2. umferð
Eftir MH - Bændaskólann var dregið í 2. umferð, og mættust eftirfarandi skólar:
FSu - FG
Tvísýnt, en ég held að FG hafi þetta á endanum.
Borgó - MH
Tvö sterk lið að mætast í keppni sem ég held að MH vinni. Til að vinna þyrfti Borgó a.m.k. að eiga mjög góðan dag.
FS - MS
MS tekur þetta létt.
Verzló - MÍ
Verzló vinnur pottþétt, þó gaman hefði verið að sjá MÍ komast í sjónvarpið í fyrsta sinn.
ME - Vestmannaeyjar
ME verður að bæta sig í efnisspurningunum ætli þeir sér að vinna þessa keppni örugglega. Svipuð frammistaða og seinast ætti þó að duga til sigurs.
Kvennó - MR
Það þarf ekkert að hugsa um þetta, MR vinnur. Leiðinlegt hins vegar að Kvennó skildi lenda á móti jafn sterkum andstæðingi loksins þegar metnaður er til staðar hjá skólanum.
MA - Flensborg
MA er með alveg nýtt lið, og því óskrifað blað. Flensborgarar stóðu sig hins vegar ekki vel í 1. umferð og munu góðar þjálfunaraðferðir Akureyringa keyra þá í gegnum þessa keppni.
Hraðbraut - MK
Hraðbraut verður að bæta sig töluvert á öllum sviðum ætli þeir sér að komast áfram. Mitt lið verður sömuleiðis að bæta marga hluti, eins og að tapa sér ekki í hraðaspurningum. Ég spái MK áfram þó ég sé náttúrlega bullandi hlutdrægur.
Gettu betur | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook
9.1.2007 | 23:41
GB '07: Annað kvöld
Þrjár viðureignir í kvöld, sem allar voru skemmtilegar, enda liðin betri en í gær.
MS - FSnæ
Eftir töluvert auðveldar hraðaspurningar var staðan 12-7, MS í vil. Fyrirfram hefði ég búist við hærra stigaskori MS megin eftir hraðapakka á borð við þennan, en það verður að taka með í reikninginn að þetta er fyrsta alvöru keppni 2/3 liðsins, og eðlilegt að einhverjir hnökrar verði í hraðanum. Restin var svo tiltölulega auðveld, og MS vann auðveldan sigur, 21-11. Sigurinn hefði þó átt að vera stærri að mínu mati.
MÍ - IH
MÍ virkuðu nokkuð hraðir í hraðaspurningunum, en uppskáru þó ekki nema 10 stig, gegn 2 stigum IH. Þeir sigldu svo létt gegnum restina í keppni sem aldrei varð spennandi, og var í raun hlægileg vegna lágs stigaskors Hafnfirðinga.
MK - FNV
Mínir menn ollu mér töluverðum vonbrigðum í hraðaspurningum, enda uppskáru þeir aðeins 7 stig. Taka verður tillit til þess að þessi þriðji hraðapakki kvöldsins var töluvert þyngri en fyrstu tveir, og því eðlilegt að stigaskorið verði lægra, auk þess sem 2/3 liðsins eru nýgræðingar. Stigin hefðu þó átt að vera miklu fleiri að mínu mati. Restina var ég síðan mjög ánægður með; 13 stig úr víxlspurningum og tóndæmum. Endaði 20-8, sem er alveg ásættanlegt, sérstaklega í ljósi stórslyssins í hraðanum. Til hamingju með sigurinn strákar!
Annað kvöld eru síðan aðrar þrjár keppnir.
Borgó - Húsavík
Býst við Borgó öruggum gegn Húsavík. Fer kannski ca. 20-10.
Vestmannaeyjar - IR
Hér verður líklega lágt stigaskor, þó maður viti aldrei með þessi lið. Iðnskólinn hefur verið að bæta í undanfarin ár, og þeir gætu staðið sig ágætlega í ár. Ég veit hins vegar ekkert hverning endurnýjunin hefur verið á þeim bænum, en við sjáum til. Ég spái samt lágu stigaskori með naumum sigri Iðnskólans.
FB - Kvennó
Önnur keppnin í ár sem er merkileg, fyrir þær sakir að við í MK mættum þessum liðum í útvarpinu 2005, og unnum ágæta sigra. Hvorugt liðið hefur verið að gera e-ar rósir síðustu ár og ég spái stigalágri keppni, sem Kvennó ætti að taka á endanum.
Gettu betur | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook
9.1.2007 | 02:02
GB '07: Fyrsta kvöld
Í kvöld fór fram fyrsta keppniskvöld í 1. umferð Gettu betur í ár. Það verður að segjast að keppniskvöldið var fremur leiðinlegt, ekki vegna spurninganna, sem voru fínar, heldur vegna slakrar frammistöðu skólanna, enda fæstir skólarnir sem kepptu í kvöld líklegir til afreka í ár.
Flensborg - ML
Þetta fór eins og maður bjóst við, Flensborg marði þetta. Þrátt fyrir auðveldar hraðaspurningar var staðan einungis 10-9 Flensborgurum í vil eftir þær, og endaði keppnin 15-12. Víxlspurningarnar voru erfiðari en hraðinn, og tóndæmin fremur þung, en þrátt fyrir það hefði ég viljað sjá miklu hærra stigaskor, vegna hraðaspurninganna. Einhvern tímann var maður vanur að sjá bæði Flensborg og Laugarvatn í sjónvarpinu á hverju ári, en undanfarið hefur þetta verið heldur dapurt.
FS - FAS
Merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta eru liðin sem við MK-ingar unnum í útvarpinu 2004, á mínu fyrsta keppnisári. Minnist þessara skóla því alltaf með hlýhug, þá sérstaklega FS, sem við unnum 32-8 að mig minnir. En nú er öldin önnur og báðir skólar með endurnýjuð lið, en e-ð virðist þó vanta uppá því hvorugt liðið virkaði sannfærandi. Ég hefði fyrirfram búist við FAS-istum sterkari, en greinilegt er að endurnýjunin hefur ekki verið heppileg, enda kannski erfitt að fara framá annað í 100 manna skóla. FS tók þetta á endanum, og eru kannski á svipuðu róli og Flensborg, en þó engan veginn á sjónvarpsleveli.
FL - FG
FG tók þetta nokkuð auðveldlega, sem kom svosem ekkert á óvart, þó ég hefði búist við Laugamönnum sterkari fyrirfram. Þeir voru hins vegar mjög slakir og fengu einungis 8 stig, sem er afleitt. FG er hins vegar með ágætis lið, a.m.k. það besta í kvöld, veit þó ekki með sjónvarpslevel...
Annað kvöld eru svo þrjár keppnir:
MS - FSnæ
Býst við nokkuð öruggum sigri MS-inga í þessari keppni.
MÍ - IH
MÍ tekur þetta létt.
MK - FNV
Ég vil að sjálfsögðu veg GB-liðs MK sem mestan, enda þjálfari liðsins. Ég ætla þó ekkert að tala um mína lærisveina, þetta fer bara eins og þetta fer.
Gettu betur | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook
Um bloggið
Carpet my apartment
Færsluflokkar
Tenglar
Fólk
- Birgitta Birgitta
- Stefán Ari Stefán Ari er bróðir minn.
- Elfa Elfa er systir mín.
- Emil Emil er bróðir Víðis.
- Egill Egill er dreki og er ekki með typpi.
- Víðir Vorum saman í Gettu betur liði MK 2004-6, og þjálfum það sem stendur.
Gettu betur fólk
GB-bloggarar
- Stebbi Páls Fyrrverandi dómari
- Davíð Þór Dómari
- Björn Reynir MR
- Hafsteinn Verzló
- Magni MA
- Magnús Þorlákur MR
- Þorkell MS
- Steinþór Borgó
- Snorri MH-ingur
- Sigmar Spyrill
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar