GB '07: Restin af 1. umferð + dráttur

Þriðja kvöldið

Borgó - Húsavík
Ég reyndist sannspár varðandi þessa viðureign, en ég hafði spáð úrslitunum 20-10, Borgó í vil. Svo fór að Borgó vann 21-10, mér til mikillar ánægju. Borgó voru sannfærandi í hraðanum, eina liðið (áður en MH keppti) sem tók eðlilega tölu úr hraðanum, þ.e. 15 stig. Úr restinni hlutu þeir hins vegar 6 stig, sem er ekkert sérstaklega gott, en dugði þeim til stórsigurs. Sem sagt, Borgó með fínt lið sem gæti náð langt.

Vestmannaeyjar - IR
Þessi keppni var mjög létt, en ekki var stigaskorið í takt við það, því keppnin endaði 18-5, Eyjamönnum í vil. Þeir voru greinilega e-ð æfðir, en þrátt fyrir það sé ég þá ekki fara lengra en í 2. umferð. Iðnskólinn var næstum jafn sorglegur og bróðirinn í Hafnarfirðinum; enduðu með 5 stig. Hefði ekki verið gaman að sjá keppni milli Iðnskólanna í ár? Það væri allavega skrautlegt, í besta falli. Greinilegt er að sá metnaður sem var til staðar í Iðnskólanum síðustu tvö ár er fokinn út í veður og vind.

Kvennó - FB
Kvennaskólinn kom mér töluvert á óvart og vann ágætan sigur á FB, 19-9. Síðustu ár virðist metnaðurinn í Kvennó hafa farið dvínandi, en í ár virðist liðið hafa æft sig e-ð að ráði, og uppskáru þarna skv. því. FB voru hins vegar glataðir og vekur það alltaf jafn mikla furðu hjá mér hversu lítill metnaður er lagður í þetta þar á bæ á meðan MorfÍs gengur svona vel.

Fjórða kvöldið

FSu - VA
FSu stóðu sig ágætlega, sem og VA, en bæði liðin greinilega æfð. FSu rétt slapp í sjónvarpið í fyrra þar sem þeir töpuðu stórt fyrir Verzlingum í 8-liða úrslitum. Í ár skilst mér að þeir ætli sér enn lengra, og með mikilli heppni gæti það alveg gerst, en 8-liða úrslit væru meira við hæfi.

Hraðbraut - VMA
VMA hefur ekki staðið sig vel síðustu ár, og bjóst ég vil öruggum sigri Hraðbrautarmanna. Svo varð ekki, því liðið hlaut aðeins 13 stig gegn 9 stigum VMA í auðveldri keppni. Bæði lið virkuðu ágætlega æfð, a.m.k. í hraðaspurningum, en ég sé þó Hraðbraut ekki fara lengra en 2. umferð.

ME - FÁ
ME voru góðir í hraðanum, og stefndi í hátt stigaskor hjá þeim. Það kom mér hins vegar mjög á óvart hversu illa liðið stóð sig í seinni hluta keppninnar, sem FÁ vann 7-5. Úrslitin voru þá 19-17 og ME efnilegt lið sem gæti náð langt með góðri æfingu og heppni. FÁ er einnig efnilegt lið og langbesta tapliðið í 1. umferð. Þeir eru væntanlega mjög svekktir með þessi úrslit, enda yfirleitt hægt að týna til nokkur stig í hraðaspurningum sem hefðu átt að nást.

Fimmta kvöldið

MH - Bændaskólinn
Eins og við var að búast slátraði MH Bændaskólanum í þessari keppni og endaði með 29 stig, sem gerir liðið að því langstigahæsta í 1. umferð. Þessi keppni var í meðallagi miðað við þessa fyrstu umferð, en mikið voru tóndæmin auðveld. Er það hins vegar ekki frekar spes að gefa rangt fyrir Ave Maria? Mér skilst að 'Vel stillta píanóið', sem Davíð Þór gaf upp sem rétt svar, hafi verið nafnið á nótnabókinni sem Ave Maria kom fram í. Þetta hafði samt ekki áhrif á úrslit keppninnar. MH-ingar eru mjög sterkir í ár, og sterkasta liðið í 1. umferð að mínu mati.

2. umferð

Eftir MH - Bændaskólann var dregið í 2. umferð, og mættust eftirfarandi skólar:

FSu - FG
Tvísýnt, en ég held að FG hafi þetta á endanum.

Borgó - MH
Tvö sterk lið að mætast í keppni sem ég held að MH vinni. Til að vinna þyrfti Borgó a.m.k. að eiga mjög góðan dag. 

FS - MS
MS tekur þetta létt.

Verzló - MÍ
Verzló vinnur pottþétt, þó gaman hefði verið að sjá MÍ komast í sjónvarpið í fyrsta sinn. 

ME - Vestmannaeyjar
ME verður að bæta sig í efnisspurningunum ætli þeir sér að vinna þessa keppni örugglega. Svipuð frammistaða og seinast ætti þó að duga til sigurs.

Kvennó - MR
Það þarf ekkert að hugsa um þetta, MR vinnur. Leiðinlegt hins vegar að Kvennó skildi lenda á móti jafn sterkum andstæðingi loksins þegar metnaður er til staðar hjá skólanum.

MA - Flensborg
MA er með alveg nýtt lið, og því óskrifað blað. Flensborgarar stóðu sig hins vegar ekki vel í 1. umferð og munu góðar þjálfunaraðferðir Akureyringa keyra þá í gegnum þessa keppni.

Hraðbraut - MK
Hraðbraut verður að bæta sig töluvert á öllum sviðum ætli þeir sér að komast áfram. Mitt lið verður sömuleiðis að bæta marga hluti, eins og að tapa sér ekki í hraðaspurningum. Ég spái MK áfram þó ég sé náttúrlega bullandi hlutdrægur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var alveg hárrétt hjá Davíð að gefa mér rangt fyrir Ave Maria. Málið er að tónskáld að nafni Gounod samdi þessa sykursætu laglínu ofan á prelúdíu nr. 1 úr "Vel stillta píanóinu" sem allir þekkja og nefndi verkið þá Ave Maria. Hins vegar spilaði Davíð þetta í upprunalegri útgáfu, ég mundi bara ekki hvað þetta héti og sagði Ave Maria í þeirri glópavon að fara upp í 30 stigin.

kv. Snorri

Snorri Hallgrímsson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 18:33

Um bloggið

Carpet my apartment

Höfundur

Jón Ingi Stefánsson
Jón Ingi Stefánsson

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Jóni Inga, og orðið var Gettu betur.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • vlcsnap-3764865.png
  • ...1008862359

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband