Færsluflokkur: Bloggar

Gamlar fréttir

Þetta er nokkurra ára gömul frétt.

Það var tilkynnt fyrir um 2 árum síðan (eftir margra mánaða orðróm) að Lucas hyggðist gera tvenns konar þáttaraðir, tölvuteiknaða þætti um Klónstríðin annars vegar, og leikna þætti hins vegar.

Fréttirnar sem tengjast þessu eru þó þær að Lucas sé núna farinn að leita að handritshöfundum til verksins.

Nánari frétt um þetta er á film.is

 


mbl.is George Lucas vinnur að gerð Stjörnustríðsþátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talað afturábak?

Þetta Madeleine-mál er hið versta, en ég tók þó helst eftir undarlegum talanda Reuters-fréttamannsins í myndbrotinu. Það er eins og hann hafi talað fréttina afturábak og svo spilað þá upptöku afturábak yfir fréttina...
mbl.is Portúgalska lögreglan segir DNA-sýni afdráttarlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárt

Hrikalega var þetta sárt... ótrúlega sárt. Egill Skallagrímsson og úrslitin hefðu orðið 30-24. Svona er lífið samt...

Til hamingju MR. 

J.


mbl.is MR-ingar höfðu betur í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MK í úrslit

Ég er alveg í skýjunum yfir þessum frábæra sigri minna manna. Strákarnir sýndu mikinn karakter og unnu stórveldi MH-inga öllum að óvörum, og fyllilega verðskuldað.

Ég gat því miður ekki verið viðstaddur keppnina, en ég horfði rígspenntur í sjónvarpinu og gat ekki haldið aftur af tilfinningum mínum þegar úrslitin voru kunn. Þetta var frábært. Til hamingju strákar. MR-ingar mega vara sig.

Einhverjar raddir hafa heyrst um að MK hafi verið gefið aukastig í hraðaspurningum. Ekki ætla ég að taka afstöðu í því máli, en tek fram að ég ber fullt traust til Davíðs Þórs dómara. Ég vil þó benda á að stigagjöf eftir hraðaspurningar í spennuþrunginni keppni sem þessari er nær alltaf vafasöm, og var þessi keppni engin undantekning.

En ég vil óska mínu liði innilega til hamingju, á meðan ég get ekki annað en fundið til með MH-ingum sem áttu sigurinn alveg jafn mikið skilið. Það hlýtur að vera sárt að tapa eftir bráðabana.

J.


mbl.is MK og MR mætast í úrslitum Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GB '07

Ég heilsa á ný. Langt síðan síðast. Hæ.

Síðan síðast hefur margt gerst í heimi GB, fjórar sjónvarpskeppnir, og dráttur í undanúrslit. Það er ekki amalegt. MK vann FG, og það er ég ánægður með. Aðrar keppnir fóru eins og bókað var fyrir fram. MR-ingarnir eru rosalegir.

MR dróst gegn Verzló í undanúrslitum og fer keppnin fram á fimmtudaginn kemur. Tvö hörkulið, en ég held að MR-ingar séu töluvert æfðari en Verzló, og ættu að hafa þá með ca. 5 stiga mun. 33-28?

Ég er ekki þjálfari MK opinberlega lengur vegna anna, en tengist liðinu samt sem áður órjúfanlegum böndum. Þess vegna ætla ég ekkert að vera að spá of mikið fyrir um okkar viðureign við MH-inga. MH-ingar eru sterkir, en það erum við líka.

Fylgist með.

J.

 

P.S. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að það er ekki mér og mínum dugnaði við netkosningar að þakka að MK skorar svona hátt í könnuninni hér á síðunni. 

 

# Viðbót: Búinn að gera nýja könnun. 


GB '07: 2. umferð

Almennt þótti mér þessi síðari útvarpsumferð léttari en sú fyrri. Stigaskorið var líka hærra, en það má samt líka rekja til þess að liðin eru nú vanari dómaranum og hans áherslum, og liðin bara almennt betri, eins og eðlilegt má teljast. Ég ætla nú ekki að rýna í hverja viðureign fyrir sig, þar sem ég einfaldlega nenni því ekki, en ég get sagt að engin úrslit komu mér neitt sérstaklega á óvart. Það var kannski helst að stigamunurinn á MH og Borgó hafi komið mér í opna skjöldu, sem og stigalægðin hjá ME gegn slöku liði Vestmannaeyinga.

Ef ég á að raða liðunum eftir styrkleika setti ég MR í efsta styrkleikaflokk ásamt Verzló og MH, en þetta eru lið sem líkleg eru til að keppa til úrslita. Þá koma nokkur lið sem eru öll á svipuðu róli, en það eru Borgó, MK, MA, MS og FG. Kvennó og ME koma svo stuttu seinna.

Eftirfarandi lið drógust svo saman í Sjónvarpið:

MK - FG
Þetta verður jöfn og spennandi keppni sem ég vona að við MK-ingar vinnum. Ætla ekki að spá neinu - Bara áfram MK!

Verzló - MA
Verður skemmtilegt rímatsj, sem ég held að Verzló ætti að taka án mikillar fyrirhafnar. Þó er aldrei að vita uppá hverju norðanmenn taka - Ætti að vita það best sjálfur.

MR - MS
MS-ingar fengu það öfundsverða hlutskipti að verða fóður MR-inga. Mig langar að spá MS-ingum sigri, en get það því miður ekki. MR tekur þetta fyrirhafnarlaust.

MH - ME
ME-ingar geta staðið sig vel í hraðaspurningum, en lítið meira. MH-ingar eru hins vegar mjög góðir á nær öllum sviðum og ættu því að fara í gegnum þessa keppni nokkuð auðveldlega.

Það verða því MH, MR, Verzló og MK/FG sem mætast í undanúrslitum. Ég segi bara MR-MH í úrslitum, eins og hefð var fyrir undir lok síðustu aldar. 


Bananar og hagfræði

Er að læra fyrir þjóðhagfræðiprófið í fyrramálið. Gengur bara ágætlega. Ekki flókið efni.

Hefur einhver pælt í því hversu mikla áhættu maður er að taka með því að bíta í banana? Ég a.m.k. fæ smá hroll þegar ég hugsa um að það gæti í raun hvað sem er verið þarna inní, eins og gömul lítil skordýr og alls konar þannig fjandi. Þetta er nú svosem ábyggilega vel yfirfarið áður en þetta er sett í verslanir, en áhættan er nú samt til staðar! Ég er vonandi ekki smeykur að ástæðulausu?


Amfetamínsterar...

…fyrir alvöru karlmenn.

Og svo þarf ég ekkert að sofa!!

Ég þarf að fara að sofa…


Vætturin?

Ég var að skoða Ísland í aldanna rás (1900-2000) áðan og rak augun í að þar er skrifað bjargvætturin, en ekki bjargvætturinn eins og ég hafði haldið að það ætti að vera. Fyrst hélt ég að þetta væri bara ritvilla sem prófarkalesurum hafði yfirsést. Nú er ég frekar góður í stafsetningu, og er sjaldan í vafa þegar kemur að einu N-i eða tveimur, en er vættur með greini með einu N-i eða tveimur?


Dimmitering

Já, þú gast rétt. Það var dimmitering í gær. Mjög gaman bara. Reyndar endaði þetta hundleiðinlega hjá mér, en dagurinn fær pottþétt fjórar stjörnur af fimm mögulegum, þrátt fyrir það.

Lítið annað að segja en að MK stóð sig vel í æfingakeppni í Gettu betur í dag. Vona að áframhald verði á góðu gengi.

Þá er ég bara búinn.
Boj.


Næsta síða »

Um bloggið

Carpet my apartment

Höfundur

Jón Ingi Stefánsson
Jón Ingi Stefánsson

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Jóni Inga, og orðið var Gettu betur.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vlcsnap-3764865.png
  • ...1008862359

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband