23.3.2007 | 23:06
MK í úrslit
Ég er alveg í skýjunum yfir þessum frábæra sigri minna manna. Strákarnir sýndu mikinn karakter og unnu stórveldi MH-inga öllum að óvörum, og fyllilega verðskuldað.
Ég gat því miður ekki verið viðstaddur keppnina, en ég horfði rígspenntur í sjónvarpinu og gat ekki haldið aftur af tilfinningum mínum þegar úrslitin voru kunn. Þetta var frábært. Til hamingju strákar. MR-ingar mega vara sig.
Einhverjar raddir hafa heyrst um að MK hafi verið gefið aukastig í hraðaspurningum. Ekki ætla ég að taka afstöðu í því máli, en tek fram að ég ber fullt traust til Davíðs Þórs dómara. Ég vil þó benda á að stigagjöf eftir hraðaspurningar í spennuþrunginni keppni sem þessari er nær alltaf vafasöm, og var þessi keppni engin undantekning.
En ég vil óska mínu liði innilega til hamingju, á meðan ég get ekki annað en fundið til með MH-ingum sem áttu sigurinn alveg jafn mikið skilið. Það hlýtur að vera sárt að tapa eftir bráðabana.
J.
MK og MR mætast í úrslitum Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Gettu betur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 24.3.2007 kl. 19:58 | Facebook
Um bloggið
Carpet my apartment
Færsluflokkar
Tenglar
Fólk
- Birgitta Birgitta
- Stefán Ari Stefán Ari er bróðir minn.
- Elfa Elfa er systir mín.
- Emil Emil er bróðir Víðis.
- Egill Egill er dreki og er ekki með typpi.
- Víðir Vorum saman í Gettu betur liði MK 2004-6, og þjálfum það sem stendur.
Gettu betur fólk
GB-bloggarar
- Stebbi Páls Fyrrverandi dómari
- Davíð Þór Dómari
- Björn Reynir MR
- Hafsteinn Verzló
- Magni MA
- Magnús Þorlákur MR
- Þorkell MS
- Steinþór Borgó
- Snorri MH-ingur
- Sigmar Spyrill
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju MK. Frábær keppni hjá ykkur í alla staði og stórgóð skemmtun. MH - ingar eiga alla mína samúð, örugglega hræðilegt að tapa í bráðabana, en liðin voru gríðarlega jöfn að getu og þetta gat farið á hvorn vegin sem var. Hlakka til að sjá úrslitaleikinn og gangi ykkur allt í haginn.
Ásgeir Erlendsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:28
Úff... ef að MHingar eru nú enn eitt árið að fara væla yfir dómaranum þá er þetta bara ekki einu sinni fyndið.
MK var betra liðið, lið sem sigrar þrátt fyrir að hafa trekk í trekk verið óheppið þegar það fór snemma á bjölluna er augljóslega sterkara. Þið áttuð þetta sannarlega skilið.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 02:21
Ég óska MK-ingum innilega til hamingju með sigurinn sem þið áttuð örugglega skilinn. Nú er bara síðasta klifið eftir, MR. Þótt ég sé gamall Latínuskólagráni þá kemur ekki annað til greina en að styðja MK í úrslitunum. Frábær frammistaða, strákar!
Björgvin Þórisson, 24.3.2007 kl. 03:16
Til hamingju MK. Gangi ykkur sem allra best í úrslitunum í næstu viku.
Við í MH-liðinu höfum engar áætlanir um að væla eitt né neitt. Þetta var engum að kenna nema okkur sjálfum.
Til hamingju aftur MK, ég vona að þið farið alla leið í ár.
Hildur MH. (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 10:49
Sæll, rakst á síðuna þína í gegnum komment á síðunni hans Stefáns Páls held ég. :)
Langaði bara að óska ykkur til hamingju með sigurinn. ;*
Hafði heyrt eftir einhverja æfingaleiki að MK væri með afar sterkt lið, en strákarnir komu mér afar skemmtilega á óvart. :)
Líka alltaf gaman þegar liðið sem maður heldur með vinnur. ^^
Kveðja
Sigrún Antonsdóttir
Sigrún (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:04
Ég óska ykkur til hamingju með þennan frábæra árangur. Strákarnir sýndu mikinn karakter og héldu sönsum alla leið. Þetta er án efa eitt skemmtilegasta liðið í keppninni og þekkingarsviðin eru hin ótrúlegustu. Ég hlakka til föstudagsins og þori engu að spá þó fyrirfram megi telja að Mr-ingar séu sterkari.
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:31
Óska ykkur í MK innilega til hamingju með þennan sigur. Verðskuldaður sigur, mikil spenna og skemmtilegur þáttur. Liðið er svo sannarlega búið að sanna sig með þessum góða árangri og vonandi gengur þeim vel á föstudag.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2007 kl. 02:07
"Einhverjar raddir hafa heyrst um að MK hafi verið gefið aukastig í hraðaspurningum. Ekki ætla ég að taka afstöðu í því máli, en tek fram að ég ber fullt traust til Davíðs Þórs dómara. Ég vil þó benda á að stigagjöf eftir hraðaspurningar í spennuþrunginni keppni sem þessari er nær alltaf vafasöm, og var þessi keppni engin undantekning."
Já, stigagjöfin er oft vafasöm þar sem spurning er hvort svarið sé fullnægjandi; svo var ekki á MH-MK. Þar einfaldlega fengu MK auka stig fyrir algjörlega rangt svar, það telst ekki vera vafasamt hvort svarið "fimm og sex" sé fullnægjandi þegar rétt svar er sjö. Það telst vera rangt svar og MH unnu þessa keppni 31-30.
gunnibara (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 10:34
Ef við ætlum að rýna í öll svona atriði í hraðaspurningum getum við alveg tekið fram að MH-ingar sögðu að 10 í þriðja veldi væru 10.000 og fengu stig fyrir það. Ekki hef ég séð neinn benda á það. Auk þess væri fáránlegt að fara að taka eitt stig af MK-ingum eftir keppnina og ógilda bráðabanann, því þá hefði keppni eftir hraðaspurningar verið háð á röngum forsendum. Það getur enginn sagt að MK-ingar hefðu ekki orðið örlítið grimmari og náð í eitt stig af MH-ingum hefðu þeir verið 2 stigum undir eftir hraðann, í stað eins.
En eins og ég segi, MH-ingar fengu líka aukastig í hraðanum svo umræða um breytingu á úrslitum eða hróp og köll um að MH hafi í raun unnið, eru fáránleg frá öllum hliðum séð.
Jón Ingi Stefánsson, 31.3.2007 kl. 15:02