9.1.2007 | 02:02
GB '07: Fyrsta kvöld
Í kvöld fór fram fyrsta keppniskvöld í 1. umferð Gettu betur í ár. Það verður að segjast að keppniskvöldið var fremur leiðinlegt, ekki vegna spurninganna, sem voru fínar, heldur vegna slakrar frammistöðu skólanna, enda fæstir skólarnir sem kepptu í kvöld líklegir til afreka í ár.
Flensborg - ML
Þetta fór eins og maður bjóst við, Flensborg marði þetta. Þrátt fyrir auðveldar hraðaspurningar var staðan einungis 10-9 Flensborgurum í vil eftir þær, og endaði keppnin 15-12. Víxlspurningarnar voru erfiðari en hraðinn, og tóndæmin fremur þung, en þrátt fyrir það hefði ég viljað sjá miklu hærra stigaskor, vegna hraðaspurninganna. Einhvern tímann var maður vanur að sjá bæði Flensborg og Laugarvatn í sjónvarpinu á hverju ári, en undanfarið hefur þetta verið heldur dapurt.
FS - FAS
Merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta eru liðin sem við MK-ingar unnum í útvarpinu 2004, á mínu fyrsta keppnisári. Minnist þessara skóla því alltaf með hlýhug, þá sérstaklega FS, sem við unnum 32-8 að mig minnir. En nú er öldin önnur og báðir skólar með endurnýjuð lið, en e-ð virðist þó vanta uppá því hvorugt liðið virkaði sannfærandi. Ég hefði fyrirfram búist við FAS-istum sterkari, en greinilegt er að endurnýjunin hefur ekki verið heppileg, enda kannski erfitt að fara framá annað í 100 manna skóla. FS tók þetta á endanum, og eru kannski á svipuðu róli og Flensborg, en þó engan veginn á sjónvarpsleveli.
FL - FG
FG tók þetta nokkuð auðveldlega, sem kom svosem ekkert á óvart, þó ég hefði búist við Laugamönnum sterkari fyrirfram. Þeir voru hins vegar mjög slakir og fengu einungis 8 stig, sem er afleitt. FG er hins vegar með ágætis lið, a.m.k. það besta í kvöld, veit þó ekki með sjónvarpslevel...
Annað kvöld eru svo þrjár keppnir:
MS - FSnæ
Býst við nokkuð öruggum sigri MS-inga í þessari keppni.
MÍ - IH
MÍ tekur þetta létt.
MK - FNV
Ég vil að sjálfsögðu veg GB-liðs MK sem mestan, enda þjálfari liðsins. Ég ætla þó ekkert að tala um mína lærisveina, þetta fer bara eins og þetta fer.
Flokkur: Gettu betur | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Um bloggið
Carpet my apartment
Færsluflokkar
Tenglar
Fólk
- Birgitta Birgitta
- Stefán Ari Stefán Ari er bróðir minn.
- Elfa Elfa er systir mín.
- Emil Emil er bróðir Víðis.
- Egill Egill er dreki og er ekki með typpi.
- Víðir Vorum saman í Gettu betur liði MK 2004-6, og þjálfum það sem stendur.
Gettu betur fólk
GB-bloggarar
- Stebbi Páls Fyrrverandi dómari
- Davíð Þór Dómari
- Björn Reynir MR
- Hafsteinn Verzló
- Magni MA
- Magnús Þorlákur MR
- Þorkell MS
- Steinþór Borgó
- Snorri MH-ingur
- Sigmar Spyrill
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, ég vona að við séum verðugir
AndriÞ (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 23:11